Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðlæg átt 5-10 m/s. Lítilsháttar rigning eða slydda norðantil og skúrir syðst, annars þurrt að kalla.

Hægari vestlæg eða breytileg átt á morgun og víða þurrt og bjart veður, en líkur á skúrum sunnanlands eftir hádegi. Hiti 6 til 12 stig yfir daginn.

Spá gerð 13.05.2024 21:27

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Kort13052024

Vorþing um svæðisbundnar langtímaspár á norðurslóðum - 13.5.2024

Dagana 22. og 23. maí fer fram þrettándi samráðsfundur um veðurfarshorfur á norðurslóðum (Arctic Climate Forum 13, ACF13). Fundurinn er á vegum Arctic Regional Climate Network (ArcRCC-N) en gestgjafinn þetta vorið er Veðurstofa Íslands, í samstarfi við Alþjóðaveðurmálastofnunina (WMO).  Samráðsfundurinn fer fram í netheimum og er opinn öllum þeim sem skrá sig. Lesa meira
Gigur_08052024

Land rís í Svartsengi á sama hraða og áður - 13.5.2024

Land rís í Svartsengi með sama hraða og áður. Frá 16. mars, þegar síðasta eldgos hófst, hefur land risið um tæplega 20 cm á GPS stöðinni í Svartsengi. Kvikusöfnun heldur því áfram og auknar líkur eru á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi.

Lesa meira
Hopmynd

Rannsóknir á eldfjöllum efldust við undirritun EES samningsins fyrir 30 árum - 10.5.2024

Árið 2024 eru 30 ár síðan samningur Evrópska efnahagssvæðisins (EES) var undirritaður sem veitti Íslandi meðal annars aðgang að innri markaði Evrópusambandsins og aukin tækifæri til samstarfs í Evrópu. Ísland á aðild að fjölmörgum samstarfsáætlunum Evrópusambandsins í gegnum EES samninginn. Þessar áætlanir bjóða upp á tækifæri til samstarfs á fjölmörgum sviðum og hefur hver sínar áherslur og markmið. Veðurstofa Íslands hefur tekið þátt í fjölmörgum slíkum verkefnum. Eitt af stærri samstarfsverkefnum sem stofnunin hefur tekið þátt í og jafnframt leitt er verkefnið EUROVOLC (2018-2021). Verkefnið miðaði að samstarfi og samtengingu evrópskra eldfjallaeftirlits- og rannsóknarstofnanna.

Lesa meira

Tíðarfar í apríl 2024 - 3.5.2024

Apríl var kaldur um allt land, einkum á Norður- og Austurlandi. Óvenjuþurrt var í mánuðinum víða um land að undanskildu norðausturhorni landsins. Þar var tiltölulega snjóþungt fram eftir mánuði og töluvert um samgöngutruflanir. Mjög sólríkt var í Reykjavík. Lesa meira
Mynd24042024

Síðasti vetrardagur er í dag - 24.4.2024

Íslenski veturinn, frá fyrsta vetrardegi 28. október 2023 til og með 24. apríl 2024 var kaldur. Meðalhiti á landsvísu var -0,2 stig sem er, -1,2 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Íslenski veturinn hefur ekki verið eins kaldur síðan veturinn 1998-99. Að tiltölu var kaldara á norðanverðu landinu. En veður var almennt gott. Það var hægviðrasamt og illviðri tiltölulega fátíð. Veturinn var óvenjulega þurr og sólríkur suðvestanlands og er veturinn sá sólríkasti í Reykjavík frá upphafi mælinga.

Lesa meira
Mynd122042024

Árið 2023 var ár andstæðna í Evrópu - 22.4.2024

Evrópa er ekki undanskilin þegar kemur að afleiðingum loftslagsbreytinga. Hlýnun mælist hröðust í Evrópu, en hiti álfunnar hækkar tvöfalt á við hnattræna hlýnun. Árið 2023 mældist hiti í Evrópu 1,0 °C hærri en meðalhiti viðmiðunartímabilsins 1991-2020 og 2,6 °C hærri en fyrir iðnbyltingu. Ársmeðalhiti var yfir meðallagi í nær allri álfunni árið 2023, ef frá eru talin Skandinavía, Ísland og suðausturhluti Grænlands.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

hvít og grá ský á dökkbláum himni

Grá eða hvít ský?

Ský endurkasta hluta af því ljósi sem á þau fellur, ljósið kemur ýmist beint frá sólu eða er endurkast frá himni, jörð eða öðrum skýjum. Ský, sem sólarljósið skín á, virðast oftast hvít, en önnur virðast grá. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica